Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 61

Málsnúmer 1701003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 249. fundur - 18.01.2017

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal óskaði eftir að forseti úrskurðaði um vanhæfi sitt vegna liðar 4.7. Forseti úrskurðaði hana vanhæfa og vék hún af fundi undir afgreiðslu liðar 4.7. Gunnar Jónsson sem ræddi lið 4.9, Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi lið 4.17, Þórður Mar Þorsteinsson sem ræddi lið 4.17, Björn Ingimarsson sem ræddi lið 4.17, Stefán Bogi Sveinsson svaraði fyrirspurn við lið 4.17, Þórður Mar Þorsteinsson sem ræddi lið 4.17.
Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Lögð var fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd til kynningar, fundargerð Heilbrigðisnefndar Austurlands nr. 132.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn undir bókun Heilbrigðisnefndar Austurlands varðandi brotalamir í eftirliti og eftirfylgni. Bæjarstjórn leggur áherslu á að stjórnvöld efli starfssemi opinberra starfsstöðva á landsbyggðinni, eins og Haust, þannig að þeim verði gert kleift að sinna auknu eftirlitshlutverki í nærumhverfi. Fyrir því liggja bæði faglegar og fjárhagslegar forsendur sem munu tryggja betur aðhald, skilvirkt eftirlit og eftirfylgni úr nærumhverfinu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • .3 201701009 Framkvæmdir 2017
  Bókun fundar Á fundi nefndarinnar voru til umfjöllunar framkvæmdir 2017, gatnaframkvæmdir, göngustígar o.fl. og viðhald gatna. Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir fyrirhugaðar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni gatna og göngustíga 2017.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið verkefnislista nýframkvæmda og viðhaldsverkefna og gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við þá afgreiðslu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
 • .4 201501023 Egilsstaðastofa
  Bókun fundar Fyrir liggja drög að samningi um Egilsstaðastofu og tjaldsvæðið á Egilsstöðum, milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar, og Þjónustusamfélagsins á Héraði að þeim þáttum sem eingöngu snúa að Egilsstaðastofu.
  Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 21. nóvember 2016.
  Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi fyrir sitt leyti en vísar viðauka við samninginn, um uppbyggingu á svæðinu, til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Nú þegar umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið viðaukann,samþykkir bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir framkvæmdunum á þriggja ára áætlun, jafnframt samþykkt að á yfirstandandi ári verði farið í framkvæmdir vegna vaskaskýlis og rafmagns við eldunaraðstöðu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
 • Bókun fundar Afgreiðsla staðfest.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Lögð var fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd leiðrétt tillaga að deiliskipulagi Möðrudals, ásamt svarbréfi frá Birni Sveinssyni frá Verkís ehf., skipulagsráðgjafa umsækjanda.
  Umhverfis- og framkvæmdanefnd metur svo að komið hafið verið til móts við þær athugasemdir/ábendingar sem bárust.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrvinnslu málsins skv.42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 7 atkvæðum. Sigrún Blöndal var fjarverandi.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur tillaga að kerfisáætlun 2016-2025 um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfi Landsnets auk þeirrar uppbyggingar sem ráðgerð er á meginflutningskerfinu.
  Landsnet kynnir nú tillögu að kerfisáætlun í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 m.s.br. og umhverfisskýrslu í samræmi við lög nr.105/2006, en í umhverfisskýrslu er lagt mat á umhverfisáhrif kerfisáætlunar.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við kerfisáætlun Landsnets. Bæjarstjórn leggur áherslu á að tekið verði tillit til umhverfis- og náttúrusjónarmiða og hagsmuna landeiganda við allar framkvæmdir.
  Bæjarstjórn telur jafnframt að þörf sé á að farið sé í framkvæmdir sem fyrst til að tryggja raforkuöryggi í landinu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd var erindið Plastpokalaust sveitarfélag.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið Fljótsdalshérað verði plastpokalaust sveitarfélag í byrjun árs 2018.
  Jafnframt að verkefnið verði unnið í samráði við nágrannasveitarfélög.

  Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu nefndarinnar um að í tilefni 70 ára afmælis Egilsstaðakauptúns verði heimilum í sveitarfélaginu gefinn fjölnota burðarpoki. Umhverfis- og framkvæmdanefnd falin nánari útfærsla.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Til umræðu er erindið skipan fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd.
  Guðrún Ragna Einarsdóttir segir af sér sem fulltrúi sveitarfélagsins.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Vífil Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs sem aðalfulltrúa og Kjartan Róbertsson sem varafulltrúa Fljótsdalshéraðs.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Til umsagnar er lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs og drög að breytingum að sömu samþykkt.
  Lagt er til að breyta 9. gr. samþykktar.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytingu á 9. gr. lögreglusamþykktar Fljótsdalshéraðs á þann veg að við textann bætist fimmta málsgreinin.
  9. grein verði því eftirfarandi:

  Bæjarstjórn getur sett umgengnisreglur um skemmtigarða, leikvelli, lystigarða, tjarnir, kirkjugarða og önnur opinber svæði, enda séu reglurnar festar upp við innganginn eða á öðrum áberandi stað.
  Hvorki má troða niður ræktaða bletti, grasreiti, blómabeð og limgerði á almannafæri né slíta þar upp blóm eða annan gróður.
  Í dreifbýli er bannað að spilla gróðri, nema um sé að ræða jarðarbætur á vegum ábúenda á bújörðum eða aðrar heimilar framkvæmdir.
  Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.

  Ofangreint á einnig almennt við um gistingu á almannafæri innan marka sveitarfélagsins. Óheimilt er að hafa gistingu í tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum, húsbílum og öðrum sambærilegum búnaði utan skipulagðra tjaldsvæða og þéttbýlis nema leyfi landeiganda lands komi þar til, sbr. lög um náttúruvernd nr. 60/2013 með síðari breytingum.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
 • Bókun fundar Málið er í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.