Atvinnu- og menningarnefnd - 45
Málsnúmer 1612015F
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að myndaður verði starfshópur sem móti stefnu um tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Gert verði ráð fyrir að hópurinn skili af sér niðurstöðum fyrir 1. maí 2017. Starfshópinn myndi Þórður M. Þorsteinsson sem verði formaður hópsins, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Þorvaldur Hjarðar. Einnig er umhverfis- og framkvæmdanefnd falið að skipa einn fulltrúa í hópinn.
Að öðru leyti er afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að tveir fulltrúar nefndarinnar og tveir fulltrúar umhverfis- og framkvæmdanefndar móti stefnu um hlutverk opinna svæða á Egilsstöðum og Fellabæ, samanber fyrri tillögu þar um. Hópinn myndi Guðmundur Sveinsson Kröyer og Alda Ósk Harðardóttir fyrir hönd atvinnu- og menningarnefndar. Umhverfis- og framkvæmdanefnd er falið að tilnefna tvo fulltrúa.
Jafnframt felur bæjarstjórn starfsmanni atvinnu- og menningarnefndar að gera drög að stofnskrá fyrir sjóð sem hafi það hlutverk að fjármagna kaup á útilistaverki á 75 ár afmæli Egilsstaða.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég fagna skipan starfshóps til að móta stefnu um hlutverk opinna svæða. Í ljósi þess að málið er gott tel ég ekki rétt að gera sérstaka breytingatillögu við skipan hópsins á þessu stigi, en vill hvetja hópinn til að hafa með formlegum hætti samráð við ungmennaráð sveitarfélagsins við mótun stefnunnar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram.