Íþrótta- og tómstundanefnd - 27
Málsnúmer 1612002F
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Gerð var grein fyrir ráðningu Bylgju Borgþórsdóttur í starf verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála hjá Fljótsdalshéraði, sem auglýst var til umsóknar með umsóknarfresti til 21. desember 2016. Alls sóttu 7 um starf verkefnastjóra.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og býður Bylgju velkomna til starfa sem verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála hjá Fljótsdalshéraði.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að samningur um rekstur Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs verði endurnýjaður óbreyttur fyrir árið 2017. Jafnframt verði unnið að lengri tíma samningi við golfklúbbinn, með nýrri stjórn klúbbsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tölvupóstur og gögn dagsettur 9. janúar 2017, frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu þar sem óskað er eftir styrk til að klára fjármögnun þriggja ára samstarfsverkefnis með samtökum frá Finnlandi og Svíþjóð og hefur það markmið að útbúa grunnnámskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0689.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
Fundargerðin lögð fram.