Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

257. fundur 23. janúar 2018 kl. 17:00 - 19:25 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Ágústa Björnsdóttir formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Birna Sigbjörnsdóttir og Freyr Ævarsson sátu fundinn undir liðum 1-6. Kjartan Róbertsson,yfirmaður Eignasjóðs Fljótsdalshéraðs mætti á fundinn undir sömu liðum að beiðni nefndarinnar og Marta Wium Hermannsdóttir,aðstoðarskólastjóri í Tjarnarskógi mætti á fundinn undir liðum 1-3.

1.Eftirlitsskýrsla HAUST/Tjarnarskógur, Skógarland

Málsnúmer 201712118

Fræðslunefnd leggur áherslu á að strax verði brugðist við þeim athugasemdum sem varða öryggisatriði í skólahúsnæði og á skólalóðum.

Skýrslan að öðru leyti lögð fram til kynningar.

2.Eldvarnarátakið 2017

Málsnúmer 201710039

Lagt fram til kynningar.

3.Eldvarnarskoðun - Tjarnarskógur

Málsnúmer 201801080

Fræðslunefnd leggur áherslu á að strax verði brugðist við þeim athugasemdum sem varða öryggisatriði í skólahúsnæði.

Skýrslan að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.Eldvarnarskoðun / leikskólinn Hádegishöfði

Málsnúmer 201710076

Fram kom hjá Guðmundu Völu Jónasdóttur, leikskólastjóra á Hádegishöfða að brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem fram koma í skýrslunni.

Skýrslan að öðru leyti lögð fram til kynningar.

5.Eftirlitsskýrsla HAUST/Lagarfell 15

Málsnúmer 201711041

Fræðslunefnd leggur áherslu á að strax verði brugðist við þeim athugasemdum sem varða öryggisatriði í skólahúsnæði og á skólalóðum.

Skýrslan að öðru leyti lögð fram til kynningar.

6.Hádegishöfði - framkvæmdir

Málsnúmer 201801077

Mál í vinnslu.

7.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:25.