Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs

13. fundur 11. mars 2013 kl. 13:00 - 14:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
  • Hjördís Ólafsdóttir starfsmaður
  • Stefán Bogi Sveinsson starfsmaður
  • Ólöf S. Ragnarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2013

Málsnúmer 201303018

Í fyrsta lagi var umsókn dagsett 01.02. 2013.

Tekið fyrir bréf frá félagsmálastjóra, þar sem óskað er eftir styrk vegna námsferðar 14 starfsmanna félagsþjónustunnar til Akureyrar, þar sem þeir hyggjast afla sér þekkingar á uppbyggingu á þjónustu við aldraða, fatlaða og innan barnaverndar.

Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 200.000 upp í kostnað við umrædda námsferð, sem er tæpur helmingur af kostnaði. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Í öðru lagi var umsókn dagsett 15. 02. 2013.

Tekið fyrir bréf þar sem óskað er eftir styrk vegna námskeiðsins: Hvert stefnir barnavernd og hvernig viljum við sjá hana þróast. Umsækjandi er kona.

Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki á kr. 40.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Í þriðja lagi var umsókn dagsett 15. 02. 2013.

Tekið fyrir bréf, þar sem óskað er eftir styrk vegna námskeiðsins: Hvert stefnir barnavernd og hvernig viljum við sjá hana þróast. Umsækjandi er kona.

Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki á kr. 40.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Í fjórða lagi var umsókn dagsett 18. 02. 2013

Tekið fyrir bréf , þar sem óskað er eftir styrk vegna kennaranámskeiðs Kramhússins, sem er þriggja daga námskeið, varðandi dans, söng og leik. Umsækjandi er kona.

Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki á kr. 65.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Í fimmta lagi var umsókn dagsett 13. 02. 2013.

Tekið fyrir bréf, þar sem óskað er eftir styrk vegna Brautargengisnámskeiðs Austurbrúar, sem stendur yfir frá febrúar til maí 2013. Umsækjandi er kona.

Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 25.000 upp í kostnað við umrætt nám. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Í sjötta lagi var umsókn dagsett 08. 03. 2013. Samþykkt að taka umsókning með, þó hún bærist formlega eftir 1. mars, þar sem umsækjandi var áður búinn að leggja hana inn óformlega en vantaði upplýsingar til að byggja formlega umsókn á.

Tekið fyrir bréf, þar sem óskað er eftir styrk vegna náms- og kynnisferðar forstöðumanna bókasafna til Hollands í apríl 2013. Umsækjandi er kona.

Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki á kr. 80.000 upp í kostnað við umrædda námsferð. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Stjórn Endurmenntunarsjóðs samþykkir einnig að taka til endurskoðunar reglur sjóðsins, ekki síst með tilliti til úthlutunarreglna og ýmissa viðmiða. Formanni og starfsmanni falið að undirbúa þá vinnu.

Fundi slitið - kl. 14:15.