Fyrir liggja tilboð frá þremur aðilum í tryggingar Fljótsdalshéraðs og undirfyrirtækja, næstu tvö árin. Tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í síðustu viku.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í tryggingar sveitarfélagsins næstu tvö ár (sem er tryggingarfélagið Sjóvá, miðað við fyrirliggjandi tilboð) Jafnframt er fjármálastjóra falið að koma upplýsingum um þá afgreiðslu á framfæri við Ríkiskaup sem sá um útboðið, þannig að sú stofnun geti tilkynnt formlega um val á tilboði.
Samkvæmt 1. mgr. 76. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 (OIL) er óheimilt að gera samning í kjölfar ákvörðunar um val tilboðs, fyrr en að liðnum tíu daga biðtíma frá deginum eftir að tilkynning um val tilboðs telst birt. Að þeim tíma liðnum er fjármálastjóra, í samvinnu við ríkiskaup, falið að ganga frá formlegum samningi við Sjóvá og bæjarstjóra heimilað að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.