Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

323. fundur 22. desember 2015 kl. 13:00 - 13:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Fundurinn var símafundur, en fundargerð færð í tölvu og fundargerðarbók af starfsmönnum.

1.Tilboð í tryggingar

Málsnúmer 201512127

Fyrir liggja tilboð frá þremur aðilum í tryggingar Fljótsdalshéraðs og undirfyrirtækja, næstu tvö árin. Tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í síðustu viku.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í tryggingar sveitarfélagsins næstu tvö ár (sem er tryggingarfélagið Sjóvá, miðað við fyrirliggjandi tilboð) Jafnframt er fjármálastjóra falið að koma upplýsingum um þá afgreiðslu á framfæri við Ríkiskaup sem sá um útboðið, þannig að sú stofnun geti tilkynnt formlega um val á tilboði.

Samkvæmt 1. mgr. 76. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 (OIL) er óheimilt að gera samning í kjölfar ákvörðunar um val tilboðs, fyrr en að liðnum tíu daga biðtíma frá deginum eftir að tilkynning um val tilboðs telst birt.
Að þeim tíma liðnum er fjármálastjóra, í samvinnu við ríkiskaup, falið að ganga frá formlegum samningi við Sjóvá og bæjarstjóra heimilað að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 13:15.