Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.

Málsnúmer 202005037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 513. fundur - 11.05.2020

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að skoða frumvarpsdrögin og bera þau saman við þau gögn í málinu sem áður hefur verið veitt umsögn um.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 514. fundur - 18.05.2020

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggur þunga áherslu á að löggjöfin tryggi jafnt eldsneytisverð um land allt hvort sem um er að ræða eldsneyti á bifreiðar, flugvélar innanlands eða í millilandaflugi eða önnur farartæki.