Heilsueflandi samfélag - aðgengi að stofnunum sveitafélagsins

Málsnúmer 202002114

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 128. fundur - 11.03.2020

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags á Fljótsdalshéraði vill beina því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að passa upp á að aðgengi að öllum stofnunum sveitarfélagsins sé þannig, nú þegar gjarnan er mikill snjór og hálka og veður mjög misjöfn dag frá degi, að allt fólk, óháð ferðamáta og aðstæðum, komist hæglega að þjónustu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið, nefndin brýnir fyrir forstöðumönnum stofnana að tryggja aðgengi að stofnunum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.