Samningur milli Fljótsdalshéraðs og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um Úthéraðsverkefni

Málsnúmer 201911105

Atvinnu- og menningarnefnd - 96. fundur - 05.12.2019

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um gerð tillagna og áætlunar um framkvæmd þess að gera Úthérað að áfangastað ferðamanna. Verkefni þetta er unnið
samhliða og í framhaldi af vinnu við verkefni byggðaáætlunar, C9 um tækifæri og áhrif friðlýstra svæða á nærsvæði þeirra.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög samhljóða en einn sat hjá (IH) og verði samningsupphæðin tekin af lið 1305.