Umhverfi Egilsstaðaflugvallar

Málsnúmer 201911043

Atvinnu- og menningarnefnd - 95. fundur - 14.11.2019

Fyrir liggur erindi frá Benedikt V. Warén þar sem varað er við hugmyndum um að þrengja að starfsemi Egilsstaðaflugvallar, sem rýra kunna möguleika á nýtingu flugvallarins og framtíðar uppbyggingu hans.

Atvinnu- og menningarnefnd bendir á mikilvægi þess að við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði gætt að framtíðarmöguleikum flugvallarins á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.