Stefna umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum

Málsnúmer 201907048

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 116. fundur - 15.08.2019

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vinnur að tillögu nýrri stefnu í meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að öðru leyti en betur þarf að skoða brennslu á dýraleifum og aðstæður í dreifbýli. Nefndin fagnar því að stefna í úrgangsmálum sé metnaðarfull, hún verði samræmd og að unnið sé markvisst að heildstæðari nálgun varðandi flokkun og endurvinnslu en leggur jafnframt áherslu á að aðlögunartími úrbótaaðgerða sé fullnægjandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.