Verkfræði og ráðgjafafyrirtækið Norconsults sækir hér með, f.h. vindorkufyrirtækis Zephyr, um að sveitarfélgið Fljótsdalshérað gefi út leyfi til uppsetningar á búnaði til að mæla vindaðstæður á jörðinni Klausturseli sem er innan sveitarfélagsins
Í ljósi þess að engin heilsteypt stefna til framtíðar hefur verið mörkuð um vindorkuvirkjanir á Íslandi að hálfu stjórnvalda, teljum við afar brýnt að sveitarfélagið myndi sér stefnu sem tekur af allan vafa um möguleg neikvæð umhverfisáhrif slíkra virkjana. Slík stefnumótun myndi einnig alfarið koma í veg fyrir að slíkar virkjanir séu reistar á svæðum þar sem þær myndu hafa neikvæð áhrif á útsýni og ásýnd sveitarfélagsins og jafnvel spilla náttúru þess.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að heimila uppsetningu á búnaði til að mæla vindaðstæður á jörðinni Klausturseli. Nefndin ítrekar að í því felst ekki skuldbinding varðandi framtíðarstaðsetningu vindmylla.