Neyðaráætlun og vara sorpstaður

Málsnúmer 201906142

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 116. fundur - 15.08.2019

Fyrir hönd sveitarfélagsins Hornafjarðar er óskað eftir að Fljótsdalshérað heimili að urðunarstaður sveitafélagsins í landi Tjarnarlands verði nefndur til vara í neyðaráætlun sveitarfélagsins Hornafjarðar ef það kemur til að loka urðunarstaðnum í neyð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs að Sveitafélaginu Hornafirði verði heimilað að nefna urðunarstað að Tjarnalandi í neyðaráætlun sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.