Stuðlagil á Jökuldal - Bókun stjórnar NAUST

Málsnúmer 201906102

Náttúruverndarnefnd - 13. fundur - 24.06.2019

Fyrir fundinum liggur erindi frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands er varðar Stuðlagil á Jökuldal, fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu og stöðu nærliggjandi náttúrusvæða í því samhengi. Í erindinu kemur fram áskorun um að náttúruverndarnefnd hlutist til um málefnið. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi situr fundinn undir þessum lið til þess að kynna stöðu skipulagsmála á svæðinu.

Aðalsteinn Jónsson vakti athygli á vanhæfi sínu til að taka þátt í umræðu og afgreiðslu undir þessum lið og úrskurðaði formaður hann vanhæfan. Vék hann af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

Náttúruverndarnefnd þakkar NAUST fyrir erindi sitt og tekur undir að mikilvægt er að horft sé heildstætt á verndargildi svæðisins og að framkvæmdir taki mið af því. Formanni nefndarinnar, ásamt verkefnastjóra umhverfismála, er falið að óska eftir fundi með fulltrúum landeigenda á Grund til þess að fara yfir málið.

Samþykkt samhljóða með 2 atkvæðum en einn var fjarverandi (AJ).


Gestir

  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, skipulags- og byggingarfulltrúi - mæting: 15:40

Náttúruverndarnefnd - 14. fundur - 13.08.2019

Formaður gerði grein fyrir þeim fundum og samtölum sem hann hefur átt við landeigendur og aðra hagsmunaaðila vegna málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúruverndarnefnd telur að skoða beri af alvöru þann kost að friðlýsa svæði á Jökuldal sem næði yfir Stuðlafoss, sem er á náttúruminjaskrá, Stuðlagil og Eyvindarárgil. Samþykkt er að boðað verði til umræðufundar með landeigendum á þessu svæði og fulltrúum Umhverfisstofnunar þar sem farið verði yfir ferli friðlýsingar og hvað ákvörðun um slíkt kann að hafa í för með sér.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.