Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2019

Málsnúmer 201903071

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 463. fundur - 18.03.2019

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð Fljótsdalshérað leggur til við bæjarstjórn að því verði beint til aðalfundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella að HEF hefji rekstur gagnaveitu.
HEF muni þannig annast framkvæmd ljósleiðaravæðingar í dreifbýli sveitarfélagsins samkvæmt því er fram kemur í tilboði Fjarskiptasjóðs til sveitarfélagsins og samþykkt var af hálfu sveitarfélagsins 7. mars sl. Sveitarfélagið mun leggja verkefninu til þá fjármuni er munu koma frá Fjarskiptasjóði sem og þá sem tilgreindir eru undir framlagi íbúa og sveitarfélags auk byggðastyrks. HEF mun sjá um fjármögnun þess hlutar er fellur undir framlag annarra sem og það sem út af stendur er önnur framangreind framlög hafa verið innt af hendi. Skal fjármögnun af hálfu HEF eiga sér stað ýmist með eigin fé eða lántökum byggt á mati stjórnar HEF hverju sinni. Fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundi HEF fái umboð til að leggja fyrir aðalfund tillögu þessa efnis sem og að veita henni stuðning.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að aðalmenn í bæjarstjórn fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum í því hlutfalli sem fjöldi þeirra á fundinum segir til um. Heimilt er varabæjarfulltrúa að mæta, ef aðalmaður forfallast og fara með atkvæði hans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.