Beiðni um styrk vegna hreinsunar á orgeli Egilsstaðakirkju

Málsnúmer 201903046

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 84. fundur - 11.03.2019

Fyrir liggur styrkumsókn frá Tónlistarsjóði Egilsstaðakirkju vegna hreinsunar á orgeli kirkjunnar.

Atvinnu- og menningarnefnd telur sér ekki fært að styrkja verkefnið af liðum nefndarinnar. Nefndin leggur hins vegar áherslu á að bæði kirkja og orgelið eru mikið nýtt til æfinga og tónleikahalds og vísar málinu til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 463. fundur - 18.03.2019

Fyrir lá styrkbeiðni frá starfshópi sem undirbýr hreinsun og endurstillingu orgels Egilsstaðakirkju, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við það verkefni.

Starfsmönnum falið að skoða mögulega aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 467. fundur - 15.04.2019

Bæjarráð samþykkir að veittur verði 400.000 kr. styrkur til verkefnisins þar sem pípuorgelið og aðstaðan í Egilsstaðakirkju er töluvert nýtt í tengslum við tónleika og tónlistarnám.

Fjármagninu verði ráðstafað af lið 21040 kr. 300.000 og kr. 100.000 af lið 21210.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.