Refa- og minkaveiðar á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201902080

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 107. fundur - 27.02.2019

Til umræðu eru refa- og minkaveiðar á Fljótsdalshéraði.

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir stöðu samninga um refa- og minkaveiðar á Fljótsdalshéraði. Núverandi samningar renna út 31. ágúst nk.
Þar sem samningar renna út á árinu leggur umhverfis- og framkvæmdanefnd til að auglýst verði eftir refa- og minkaveiðimönnum fyrir næsta samningstímabil. Þeir veiðimenn sem vilja endurnýja samninga eru hvattir til að sækja um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 116. fundur - 15.08.2019

Farið yfir umsóknir um refa- og minkaveiðar á Fljótsdalshéraði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna samningsdrög og tillögu að lista yfir þá veiðimenn sem ráðnir verða til starfa til næstu tveggja ára.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.