Til umræðu eru refa- og minkaveiðar á Fljótsdalshéraði.
Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir stöðu samninga um refa- og minkaveiðar á Fljótsdalshéraði. Núverandi samningar renna út 31. ágúst nk. Þar sem samningar renna út á árinu leggur umhverfis- og framkvæmdanefnd til að auglýst verði eftir refa- og minkaveiðimönnum fyrir næsta samningstímabil. Þeir veiðimenn sem vilja endurnýja samninga eru hvattir til að sækja um.
Farið yfir umsóknir um refa- og minkaveiðar á Fljótsdalshéraði.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna samningsdrög og tillögu að lista yfir þá veiðimenn sem ráðnir verða til starfa til næstu tveggja ára.
Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir stöðu samninga um refa- og minkaveiðar á Fljótsdalshéraði. Núverandi samningar renna út 31. ágúst nk.
Þar sem samningar renna út á árinu leggur umhverfis- og framkvæmdanefnd til að auglýst verði eftir refa- og minkaveiðimönnum fyrir næsta samningstímabil. Þeir veiðimenn sem vilja endurnýja samninga eru hvattir til að sækja um.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.