Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2019

Málsnúmer 201902073

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 107. fundur - 27.02.2019

Til umræðu er fyrirkomulag garðslátta á vegum Fljótsdalshéraðs, fyrir eldri borgara og öryrkja.

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir nýjar áskoranir í þjónustu sem sveitarfélagið er að veita.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir að tekin verði saman þau sú þjónusta sem sveitarfélagið veitir og nýjar áherslur er varða þjónustu fyrir eldri borgara og öryrkja. Jafnframt verði gerður samanburður á þjónustu sem önnur sveitarfélög veita.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála, sat fundinn undir lið 1 - 8.

Fundi frestað til næsta dags.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 108. fundur - 13.03.2019

Til umræðu er fyrirkomulag garðslátta á vegum Fljótsdalshéraðs fyrir eldri borgara og öryrkja.

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir hvernig þessu er háttað hjá öðrum sveitarfélögum.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 110. fundur - 10.04.2019

Til umræðu er fyrirkomulag garðslátta á vegum Fljótsdalshéraðs, fyrir eldri borgara og öryrkja.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að ekki verði gerðar breytingar á fyrirkomulagi garðslátta fyrir eldri borgara og öryrkja að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.