Fundir bæjarráðs

Málsnúmer 201806117

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 430. fundur - 25.06.2018

Rætt um fundardaga bæjarráðs á ný höfnu kjörtímabili og fundartíma með vísan í samþykktir Fljótsdalshéraðs.
Bæjarráð samþykkir að fundað verði á mánudögum og fundir hefjist kl. 8:15.

Varðandi fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs á komandi sumri leggur bæjarráð til að sumarleyfi bæjarstjórnar verði frá og með 5. júlí og til og með 13. ágúst. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði ekki fyrr en 22. ágúst, þó svo að hefðbundinn fundartími bæjarstjórnar ætti að vera 15. ágúst. Bæjarráði verði falið fullnaðarafgreiðsluheimild þann tíma sem bæjarstjórn verður í sumarfríi.
Fundir bæjarráðs á sumarleyfistíma bæjarstjórnar verða 9. júlí, 16. júlí og 13. ágúst. Bæjarráð verði auk þess kallað saman til funda ef þörf krefur.