Þinn besti vinur - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk

Málsnúmer 201802071

Félagsmálanefnd - 163. fundur - 17.04.2018

Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs hefur borist beiðni um styrk frá hópi sálfræðinga sem vinnur að þróun myndbanda um þunglyndi og kvíða fyrir unglinga og ungt fólk. Myndböndin verða opin öllum á vef verkefnisins, thinnbestivinur.is. Óskað er eftir styrkjum til handritagerðar að upphæð 350.000,- kr. og tölvuvinnslu að upphæð 2.000.000,- kr. Fram kemur í beiðninni að leitað verði eftir styrkjum frá fyrirtækjum og stofnunum til þess að fjármagna verkefnið.

Félagsmálanefnd fyrir sitt leyti fagnar framtaki þessu en sér sér ekki fært að styrkja verkefnið á þessu stigi málsins. Umleitaninni er því hafnað.