Stuðningsyfirlýsing um að svæði verði tekið inn á heimsminjaskrá UNESCO.

Málsnúmer 201801056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 413. fundur - 22.01.2018

Haldinn var símafundur um málið, en verið er að óska stunings sveitarfélagsins við tilnefningu ríkisstjórnar Íslands um að Vatnajökulsþjóðgarðssvæðið verði tekið inn á heimsminjaskrá UNESCO.
Á símafundinum voru fulltrúar nokkurra sveitarfélaga sem aðild eiga að Vatnajökulsþjóðgarði, Snorri Baldursson starfsmaður þjóðgarðsins, auk fulltrúa ráðuneytisins. Sigurður Þráinsson frá ráðuneytinu stýrði fundinum.
Gögn um stöðu málsins, tillögur og fl. hafa verið send til sveitarstjórna.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs lýsir stuðningi sínum við tilnefninguna og felur bæjarstjóra að undirrita yfirlýsingu þess efnis fh. sveitarfélagsins.