Eyvindará 1. Deiliskipulag athafnasvæðis

Málsnúmer 201712106

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 82. fundur - 04.01.2018

Fyrirspurn frá Verkís, Birni Sveinssyni, fyrir hönd landeiganda Eyvindarár 1.

Þar sem kynnt eru áform um að deiliskipuleggja 7.8 ha lands á skilgreindu athafnasvæði samkvæmt aðalskipulagi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við áformin en gerir kröfur um samþykki Vegagerðarinnar fyrir vegtengingum inn á svæðið áður en deiliskipulagstillagan verður lögð fram.

Nefndinn geri einnig kröfu um að tekið verði tillit til staðsetningar svæðis hvað varðar ásýnd og yfirbragð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.