Samningur um rekstur Náttúrustofu Austurlands til endurskoðunar

Málsnúmer 201709094

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 400. fundur - 02.10.2017

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við bæjarstjóra Fjarðabyggðar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 407. fundur - 20.11.2017

Bæjarráð samþykkir tillögu um framlengingu samningsins um eitt ár. Bæjarráð leggur þó áherslu á að skoðuð verði sérstaklega þörf á auknum framlögum vegna áranna 2017 og 2018.
Jafnframt telur Fljótsdalshérað mikilvægt að við endurskoðun samninga um náttúrustofur verði haft fullt samráð við þau sveitarfélög sem eru aðilar að samningunum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 449. fundur - 03.12.2018

Lögð fram drög að nýjum samningi til 5 ára um rekstur Náttúrustofu Austurlands. Þar kemur fram að aðildarsveitarfélög muni leggja samtals fram fjárhæð sem nemur 30% af framlagi ríkisins. Bæjarráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti eins og þau liggja fyrir fundinum.