Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Stóravík

Málsnúmer 201709025

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 275. fundur - 16.05.2018

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II í Stóruvík. Umsækjandi er Stóravík ehf, Sigþór Arnar Halldórsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi umsagnir um málið og lagði fram eftuirfarandi bókun f.h. B-listans.

Við greiðum atkvæði með fyrirliggjandi tillögu, þrátt fyrir þau frávik sem greinir í umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa, með hliðsjón af eftirfarandi:
1. Í þessu máli háttar svo til að að allt húsnæði á svæðinu er í eigu sama aðila og hagsmunir nágranna því í engu skertir.
2. Gera verður ráð fyrir að við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsin verði tekið á álitaefnum varðandi landnýtingu á umræddu svæði og öðrum sambærilegum.
3. Ljóst er að reglugerðarbreytingar hafa skapað ófyrirséð vandkvæði hvað varðar gistingu í dreifbýli sem búast má við að þurfi að lagfæra með frekari reglugerðarbreytingum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.