Beiðni um að fá að setja auglýsingasegl utan á Safnahúsið

Málsnúmer 201703029

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 66. fundur - 22.03.2017

Lagt er fyrir erindið, Heimild til að setja auglýsingasegl utan á Safnahúsið að Laufskógum 1.
Óskað er eftir heimild til að setja segl með áprentaðri auglýsingu utan á Safnahúsiði að Laufskógum 1. Tilgangurinn er að vekja athygli vegfarenda á sýningu Minjasafns Austurlands, Hreindýrin á Austurlandi.
Sjá meðfylgjandi er erindi dags. 6.3.2017 og umsögn yfirmann eignasjóðs um áætlaða framkvæmd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið, og að kostnaður við framkvæmdina verði greiddur af rekstrarfé Minjasafns Austurlands, jafnframt þarf framkvæmd að vera unnin í fullu samráði við yfirmann eignasjóðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.