Vinnureglur varðandi mál sem tengjast Vatnajökulsþjóðgarði

Málsnúmer 201703018

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 66. fundur - 22.03.2017

Lagt er fyrir erindi Þórhalls Borgarssonar, dags. 2.3.2017, Drög að stjórnunar og verndaráætlun Kringilsárrana.
Erindið er í sjö málsgreinum, sex af þeim var svarað af Skipulags- og byggingarfulltrúa samdægurs.
Sjötta málsgreinin og erindið sem lagt er fyrir nefndina er:
Þórhallur Borgarsson fer fram á að sveitarfélagið setji skýrar reglur um það hvernig þau málefni sem tengjast Vatnajökulsþjóðgarði séu meðhöndluð í stjórnsýslu sveitarfélagsins og að allar upplýsingar þar um berist til þeirra sem ráða og nefnda sem málið varðar jafn harðan og menn séu alla jafnan upplýstir um hvað er að gerast þar sem sveitarfélagið Fljótsdalshérað ber stjórnsýslulega og skipulagslega ábyrgð á þjóðgarðinum.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti svarbréf sitt fyrir nefndinni.

Að öðru leiti er erindið lagt fram til kynningar.