Umsókn um stofnun þjóðlendu/Vesturöræfi

Málsnúmer 201702148

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 65. fundur - 08.03.2017

Lagt er fyrir erindi frá Forsætisráðuneytinu, Umsókn um stofnun þjóðlendu sbr. 14.gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum.
Fasteign sú sem hér óskast stofnuð er þjóðlenda samkæmt úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 1/2005, dags. 29. maí 2007 og dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 299/2010, dags. 10. febrúar 2011.

Heiti fasteignar: Vesturöræfi ásamt syðri hluta afréttarlandanna Rana og Undir Fellum (sá hluti sem tilheyrir Fljótsdalshéraði).
Landeigandi: Íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998. Kennitala: 540269-6459.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.