Málþing um heilabilun

Málsnúmer 201702080

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 374. fundur - 20.02.2017

Lagt fram bréf frá Alzheimer samtökunum, þar sem óskað er eftir styrk vegna málþinga um heilabilun, sem halda á í öllum landshlutum á komandi vori.

Bæjarráð vísar málinu til félagsmálanefndar til afgreiðslu og felur nefndinni að afla frekari upplýsinga um styrkbeiðnina áður en hún verður afgreidd.

Félagsmálanefnd - 152. fundur - 22.02.2017

Umsókn Alzheimer samtakanna um styrk vegna málþinga um heilabilun, sem halda á í öllum landshlutum er tekið fyrir. Nefndin synjar beiðni um fjárstyrk en eftir samtal félagsmálastjóra við fræðslustjóra Alzheimer samtakanna er ákveðið að hlutast til um að útvega samtökunum endurgjaldslaust húsnæði í tengslum við fyrirhugaða málstofu 19. maí n.k. á Egilsstöðum.