Eyvindará 3 og 13 - skipulags og byggingaráform

Málsnúmer 201701018

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 61. fundur - 11.01.2017

Lagt er fyrir erindið Eyvindará 3 - Skipulags og byggingaráform, dags.5.1.2017 unnið af Verkís ehf.
Guðmundur Ármansson hyggst byggja nokkur hús ca.40fm að grunnfleti til ferðaþjónustu á landi sem hann hefur fest kaup á sem er úr landareigninni Eyvindará 13.
Framundan er deiliskipulagsvinna fyrir landareign Guðmundar Ármannssonar. Erindi þetta miðar að því að fá fram athugasemdir sveitarfélagsins vegna þessara áforma ef einhverjar eru.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd er ekki mótfallin hugmyndum umsækjanda.
Hugmyndin kallar á breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, úr blandaðri landnotkun yfir í verslun- og þjónustu.

Erindið verður lagt fram að nýju þegar drög að deiliskipulagi liggur fyrir ásamt umboði landeiganda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.