Kvartanir til Umhverfis- og framkvæmdanefndar

Málsnúmer 201701015

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 61. fundur - 11.01.2017

Til umræðu er bréf frá íbúa Fljótsdalshéraðs kvartanir/ábendingar um atriði sem betur mætti fara.
1. Sorphreinsun.
2. Snjómokstur.
3. Hlið á göngustígum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að hverju heimili á Fljótsdalshéraði er heimilt að skila að hámarki 50kg á mánuði inn á gámasvæði endurgjaldslaust.
Ábendingu um snjómokstur verður komið til starfsmanna þjónustumiðstöðvar.
Varðandi ábendingar um hlið á göngustígum þá er það lagað/endurnýjað í viðhaldsframkvæmdum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.