Lagt er fram erindi Eymundar Magnússonar f.h. Móðir Jörð ehf. dags. 17.6.2016 þar sem undirritaður óskar eftir aðkomu Fljótsdalshéraðs að gerð og uppsetningu skilta á og við afleggjarann að félagsheimilinu Iðavöllum, félagssvæði og reiðhöll Freyfaxa, Vallaneskirkju, Vallanesi og Jaðri. Meðfylgjandi er tilboð í gerð skiltanna og erindi umsækjanda.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að taka þátt í kostnaði við yfirlitsskilti, 120x100sm og gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2017. Nefndin setur sig ekki upp á móti staðsetningu skiltanna en áréttar að uppsetningin skal vera í fullu samráði við Vegagerð ríkisins.
Lagt er fram erindi Eymundar Magnússonar f.h. Móðir Jörð ehf. dags. 17.6. 2016 þar sem undirritaður óskar eftir aðkomu Fljótsdalshéraðs að gerð og uppsetningu skilta á og við afleggjarann að félagsheimilinu Iðavöllum, félagssvæði og reiðhöll Freyfaxa, Vallaneskirkju, Vallanesi og Jaðri. Meðfylgjandi er tilboð í gerð skiltanna og erindi umsækjanda.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að taka þátt í kostnaði við yfirlitsskilti, 120x100sm og gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2017. Bæjarráð setur sig ekki upp á móti staðsetningu skiltanna en áréttar að uppsetningin skal vera í fullu samráði við Vegagerð ríkisins. Jafnframt verði kannað með aðkomu Vegagerðarinnar að framkvæmdinni.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að taka þátt í kostnaði við yfirlitsskilti, 120x100sm og gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2017. Nefndin setur sig ekki upp á móti staðsetningu skiltanna en áréttar að uppsetningin skal vera í fullu samráði við Vegagerð ríkisins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.