Sláturhúsið/beiðni um færslu á upplýsingaskilti

Málsnúmer 201606007

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 49. fundur - 08.06.2016

Lagt er fram erindi forstöðumanns Sláturhússins, menningarmiðstöðvar. Sóst er eftir leyfi til að færa skilti sem stendur við Sláturhúsið og er í eigu sveitarfélagsins. Skiltið stendur nú við á lóðarmörkum Sláturhússins og Kaffi Egilsstaða/Egilsstofu en stendur til að flytja skiltið með breyttum merkingum á horn Kaupvangs og Fénaðarklappar þar sem það yrði bæði sjáanlegt umferð fyrir neðan og ofan húss, allur kostnaður yrði greiddur af Sláturhúsinu. Meðfylgjandi er erindi dags. 31.maí 2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið, enda skal skiltið vera að öllu leiti innan lóðarmarka.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Lagt er fram erindi forstöðumanns Sláturhússins, menningarmiðstöðvar. Sóst er eftir leyfi til að færa skilti sem stendur við Sláturhúsið og er í eigu sveitarfélagsins. Skiltið stendur nú við á lóðarmörkum Sláturhússins og Kaffi Egilsstaða/Egilsstofu en stendur til að flytja skiltið með breyttum merkingum á horn Kaupvangs og Fénaðarklappar þar sem það yrði bæði sjáanlegt umferð fyrir neðan og ofan húss, allur kostnaður yrði greiddur af Sláturhúsinu. Meðfylgjandi er erindi dags. 31. maí 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið, enda skal skiltið vera að öllu leiti innan lóðarmarka.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.