Flotbryggjur

Málsnúmer 201605162

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 49. fundur - 08.06.2016

Lögð er fram tillaga um að koma flotbryggjum sem eru í eign sveitarfélagsins í verð. Meðfylgjandi eru myndir og málsetningar sem teknar hafa verið á árinu.
Flotbryggjurnar eru þrjár c.a. 3 metra á breidd og 9,85 metra á lengd hver um sig, þar af tvær á landi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að selja flotbryggjurnar og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs að koma málinu í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Lögð er fram tillaga um að koma flotbryggjum sem eru í eign sveitarfélagsins í verð.
Flotbryggjurnar eru þrjár c.a. 3 metra á breidd og 9,85 metra á lengd hver um sig, þar af tvær á landi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að selja flotbryggjurnar og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs að koma málinu í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.