Upplýsingaskilti fyrir viðburði í Íþróttahúsi og á Vilhjálmsvelli

Málsnúmer 201605014

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 47. fundur - 11.05.2016

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 02.05.2016 þar sem fram kemur sú hugmynd að setja upp auglýsingaskilti framan við Íþróttamiðstöðina og annað skilti við gatnamótin Tjarnarbraut/Fagradalsbraut þar sem hægt væri að auglýsa viðburði í Íþróttamiðstöðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í tillöguna og vísar nánari útfærslu á hugmyndinni til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 18.05.2016

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 02.05.2016 þar sem fram kemur sú hugmynd að setja upp auglýsingaskilti framan við Íþróttamiðstöðina og annað skilti við gatnamótin Tjarnarbraut/Fagradalsbraut þar sem hægt væri að auglýsa viðburði í Íþróttamiðstöðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn jákvætt í tillöguna og vísar nánari útfærslu á hugmyndinni til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.