Umsókn um framkvæmdaleyfi fyri efnistöku vegna endurbyggingar Upphéraðsvegar

Málsnúmer 201605011

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 47. fundur - 11.05.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 2. maí 2016 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h. Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku vegna endurbyggingar á Upphéraðsvegi, Hof/Skeggjastaðir (2,2 km) þar sem endurbyggja á veginn og leggja klæðningu nú í sumar. Náman sem um ræðir er merkt í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 Skeggjastaðir II E69.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 18.05.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 2. maí 2016 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h. Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku vegna endurbyggingar á Upphéraðsvegi, Hof/Skeggjastaðir (2,2 km) þar sem endurbyggja á veginn og leggja klæðningu nú í sumar. Náman sem um ræðir er merkt í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 Skeggjastaðir II E69.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.