Sleppitjörn við Uppsalaá

Málsnúmer 201604088

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 47. fundur - 11.05.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 14. apríl 2016 þar sem Jóhannes Sturlaugsson f.h. Laxfiska og samstarfsaðila óskar eftir leyfi til að útbúa sleppitjörn í Uppsalaá, staðsetning samkvæmt meðfylgjandi myndum, vegna tilraunar þar sem fýsileiki ræktunar á laxi í vatnakerfi Lagarfljóts er metinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda fyrir sitt leyti, en bendir á að umsækjandi þarf að afla leyfis landeiganda austan árinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 18.05.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 14. apríl 2016 þar sem Jóhannes Sturlaugsson f.h. Laxfiska og samstarfsaðila óskar eftir leyfi til að útbúa sleppitjörn í Uppsalaá, staðsetning samkvæmt meðfylgjandi myndum, vegna tilraunar þar sem fýsileiki ræktunar á laxi í vatnakerfi Lagarfljóts er metinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda fyrir sitt leyti, en bendir á að umsækjandi þarf að afla leyfis landeiganda austan árinnar.

Samþykkt með 7 atkv. en 2 sátu hjá (GJ og ÞMÞ)