Umsókn um nýtt gistileyfi vegna heimagistingar

Málsnúmer 201603101

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 146. fundur - 23.03.2016

Erindi í tölvupósti dags. 16.03.2016 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fimmta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt gistileyfi í fl. I. Umsækjandi er Ásta Jóna Guðmundsdóttir kt. 041159-3759. Starfsstöð er Norðurtún 19, Egilsstöðum.

Þar sem deiliskipulag fyrir Norðurtún heimilar ekki atvinnustarfsemi þá gefur Byggingarfulltrúi neikvæða umsögn um gistileyfið.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 20.04.2016

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.