Til stjórnenda úrgangsmála hjá sveitarfélögum og sorpsamlögum.

Málsnúmer 201601239

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 45. fundur - 12.04.2016

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 18. mars sl. var tekin til umfjöllunar meðfylgjandi skýrsla starfshóps sambandsins um stefnu í úrgangsmálum. Samþykkt var að senda tillögu að stefnu í úrgangsmálum til sveitarfélaga og sorpsamlaga þeirra til kynningar og umsagnar. Umsagnarfrestur er til aprílloka og stefnt að því að afgreiða stefnumörkunina á fundi stjórnar í maí.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir með starfshópnum og gerir ekki athugasemd við skýrsluna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 20.04.2016

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 18. mars sl. var tekin til umfjöllunar meðfylgjandi skýrsla starfshóps sambandsins um stefnu í úrgangsmálum. Samþykkt var að senda tillögu að stefnu í úrgangsmálum til sveitarfélaga og sorpsamlaga þeirra til kynningar og umsagnar. Umsagnarfrestur er til aprílloka og stefnt að því að afgreiða stefnumörkunina á fundi stjórnar í maí.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd taka undir með starfshópnum og gerir ekki athugasemd við skýrsluna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.