Styrkvegir 2016

Málsnúmer 201601174

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 52. fundur - 03.08.2016

Borist hefur úthlutun Vegagerðarinnar til styrkvega í Fljótsdalshéraði 2016. Samþykkt hefur verið að úthluta sveitarfélaginu 1.200.000,-kr. Styrkurinn verður greiddur eftir að fulltrúar styrkþega og Vegagerðarinnar hafa tekið út framkvæmdir og undirritað þar til gert eyðublað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd lýsir furðu sinni á fjárhæð úthlutunarinnar með vísun í stærð sveitarfélagsins og lengdar þess vegakerfis sem fellur undir reglur um styrkvegi í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 350. fundur - 08.08.2016

Borist hefur úthlutun Vegagerðarinnar til styrkvega í Fljótsdalshéraði 2016. Samþykkt hefur verið að úthluta sveitarfélaginu 1.200.000,-kr. Styrkurinn verður greiddur eftir að fulltrúar styrkþega og Vegagerðarinnar hafa tekið út framkvæmdir og undirritað þar til gert eyðublað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð telur að auka þurfi verulega fjárveitingar til styrkvega, svo að hægt sé að sinna lágmarks viðhaldi þeirra og að þeir séu akfærir og nýtist sem slíkir.