Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 01.12.2015, þar sem bent er á að þegar hætt verður að nota gömlu brúna yfir í Klaustursel, væri möguleiki á að nota hana sem göngubrú yfir Eyvindará við Selskóg yfir í Taglarétt.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem nú eru uppi áform um uppbyggingu útivistarsvæðisins í Selskógi, þá vísar umhverfis- og framkvæmdanefnd hugmyndinn til þeirrar vinnu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn telur ekki um það að ræða að brúin yfir í Klaustursel verði notuð á þessum stað, verði hún tekin úr notkun þar sem hún er. Því beinir bæjarstjórn því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að vinna áfram að hugmyndinni með tilliti til þess.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem nú eru uppi áform um uppbyggingu útivistarsvæðisins í Selskógi, þá vísar umhverfis- og framkvæmdanefnd hugmyndinn til þeirrar vinnu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.