Merkingar á göngu- og hjólastíga

Málsnúmer 201512002

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 37. fundur - 09.12.2015

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 01.12.2015, þar sem vakið er máls á því að setja merkingar á göngu- og hjólastíga þannig að ekki fari milli mála að stígarnir séu fyrir alla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til gerðar starfsáætlunar 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 16.12.2015

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað dagsett 01.12.2015, þar sem vakið er máls á því að setja merkingar á göngu- og hjólastíga þannig að ekki fari milli mála að stígarnir séu fyrir alla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að vísa málinu til gerðar starfsáætlunar 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.