Beiðni um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum

Málsnúmer 201509035

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Til máls tók Stefán Bogi Sveinsson.

Lagt fram bréf frá Ingunni Bylgju Einarsdóttur af L-lista, með beiðni um tímabundið leyfi frá störfum sem formaður jafnréttisnefndar og varabæjarfulltrúi frá 25. sept. 2015 til 1. febrúar 2016, með vísan til 1. mgr. 42. gr. Samþykktar um stjórn og fundasköp Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að veita umbeðið leyfi og skipar jafnframt Kristínu Björnsdóttur sem formann jafnréttisnefndar í hennar stað umrætt tímabil.

Aðalsteinn Ásmundarson tekur sæti Ingunnar Bylgju sem varabæjarfulltrúi L-lista sama tíma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Fyrir liggur beiðni frá Kristjönu Jónsdóttur (B-lista) um tímabundið leyfi frá störfum sem varabæjarfulltrúi, með vísan til 1. mgr. 23. gr. sbr. 26. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs, og sem aðalfulltrúi í atvinnu- og menningarnefnd, sbr. 1. mgr. 42. gr. samþykktanna, vegna mikilla anna við störf á næstu mánuðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að veita umbeðið leyfi til og með 31. desember 2015. Alda Ósk Harðardóttir taki sæti sem aðalfulltrúi í atvinnu- og menningarnefnd meðan á leyfinu stendur og Gunnhildur Ingvarsdóttir verði varafulltrúi í sömu nefnd í hennar stað.
Guðmundur Þorleifsson tekur sæti Kristjönu sem varabæjarfulltrúi umrætt tímabil.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.