Umgengnisreglur og vinnureglur um vinnustofur í Sláturhúsinu

Málsnúmer 201508061

Atvinnu- og menningarnefnd - 22. fundur - 07.09.2015

Fyrir liggja drög, frá forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, að umgengnisreglum og vinnureglum um vinnustofur í Sláturhúsinu.
Einnig liggur fyrir tillaga að gjaldskrá fyrir Sláturhúsið.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að gjaldskrá. Nefndin fagnar framsettum gildum, stefnu og reglum um úthlutun vinnustofa og umgengni í Sláturhúsinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Fyrir liggja drög, frá forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, að umgengnisreglum og vinnureglum um vinnustofur í Sláturhúsinu.
Einnig liggur fyrir tillaga að gjaldskrá fyrir Sláturhúsið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að gjaldskrá. Bæjarstjórn fagnar framsettum gildum, stefnu og reglum um úthlutun vinnustofa og umgengni í Sláturhúsinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.