Aðgengi fatlaðra úttektir

Málsnúmer 201507058

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28. fundur - 29.07.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 02.07.205 þar sem vakin er athygli á auglýsingu frá Velferðarráðuneytinu. Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks gerir ráð fyrir úttektum á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Velferðarráðuneytið mun veita styrk til þess að framkvæma umræddar úttektir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að sótt verði um styrk til Velferðarráðuneytisins vegna úttektar á aðgengi í byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum á vegum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 305. fundur - 10.08.2015

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.