Fundargerð 179. fundar stjórnar HEF

Málsnúmer 201412047

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 15.12.2014

Jón Jónsson lögmaður mætti á fundinn undir þessum lið til að fara yfir mál HEF gegn Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns sem HEF tók hjá Lánasjóðnum 2007 og eins til að fara yfir sjálfskuldarábyrgð sem sveitarfélagið veitti á þessu láni, eins og öðrum lánum HEF.

Bæjarráð samþykkir að gerast aðili að málinu sem stefnandi ásamt HEF. Aðild sveitarfélagsins byggir á áðurnefndri sjálfskuldarábyrgð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Vegna liðar 2 í fundargerð HEF. samþykkir bæjarráð að veita bæjarstjóra umboð fh. sveitarfélagsins, til að undirrita lánaskjöl HEF er tengjast lánasamningum nr. 0351-35-358200158 og nr. 0351-35-21546.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 324. fundur - 30.12.2015

Fyrir lá tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. , dags. 29.12.2015, varðandi sjálfskuldarábyrgð sveitarfélagsins vegna lánasamnings nr. 0351-35-21546.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð fyrir hönd sveitarfélagsins, til að undirrita yfirlýsingu um sjálfskuldarábyrgð sveitarfélagsins á lánaskjöl HEF vegna viðbótarlánsfjármögnunar á grunni gildandi lánasamnings nr. 0351-35-21546, sem undirritaður var í desember á síðasta ári.

Samþykkt samhljóða