Eðli og umfang barnaverndartilkynninga á þjónustusvæði Fljótsdalshéraðs fyrir tímabilið janúar til og með ágúst 2014 lagðar fram til kynningar. Séu sambærilegar tölur bornar saman við sama tímabil ársins 2013 kemur í ljós að um 116 % aukningu er að ræða. Alls bárust 78 tilkynningar á þessu tímabili árið 2014 en 36 tilkynningar árið 2013. Flestar eru tilkynningarnar vegna ofbeldis á börnum eða 46 talsins, 20 tilkynninganna eru vegna áhættuhegðunar barns, 11 vegna vanrækslu og ein vegna ófædds barns.