Dagþjónusta fyrir eldri borgara

Málsnúmer 201404073

Félagsmálanefnd - 126. fundur - 09.04.2014

Dagþjónustu við eldri borgara í Hlymsdölum tekin til umræðu. Um mánaðamótin febrúar/mars 2014 voru alls níu einstaklingar að nýta þau sex dagþjónustu rými sem eru tilstaðar. Meðalaldur hópsins er 86,4 ár. Miðað við núverandi mönnun er einungis einn starfsmaður til staðar helming þess tíma sem dagþjónustan er opin. Fyrir fundinum liggur bréf félagsmálastjóra þar sem fram kemur þörf á auknu starfshlutfalli sem nemur hálfu starfi til viðbótar þeim stöðugildum (1,5) sem fyrir eru. Nefndin felur félagsmálastjóra að ráða inn starfsmann í hálft starf frá 1. maí n.k. Kostnaður vegna þessa fer út af fjárhagsáætlun Hlymsdala.