First lego league tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanema

Málsnúmer 201402158

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 197. fundur - 24.02.2014

Fræðslunefnd óskar Brúarásskóla til hamingju með frábæran árangur í First lego league tækni- og hönnunarkeppninni og leggur til að liðið fái ferðastyrk að upphæð kr. 250.000 til þátttöku í Evrópukeppninni á Spáni í vor fyrir Íslands hönd. Styrkurinn verði færður á lið 04-80.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 05.03.2014

Eftirarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og óskar Brúarásskóla til hamingju með frábæran árangur í First lego league tækni- og hönnunarkeppninni og samþykkir að liðið fái ferðastyrk að upphæð kr. 250.000 til þátttöku í Evrópukeppninni á Spáni í vor fyrir Íslands hönd. Styrkurinn verði færður á lið 04-80.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.