Álagningaprósenta útsvars 2014

Málsnúmer 201311156

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Innanríkisráðuneytið hefur í samráði við
Samband Ísl. sveitarfélaga sent tilkynningu til allra sveitarfélaga, þar sem athygli er vakin á því að í undirbúningi eru breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Breytingarnar eru vegna tilfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Ákvörðun um endanlega útsvarsprósentu sveitarfélaga vegna yfirfærslu þjónustunnar er frestað um eitt ár, til ársins 2014 með gildistöku árið 2015.
Brugðist er við þeirri frestun með því að heimila að leyfilegt hámarksútsvar af tekjum manna á árinu 2014 hækki um 0,04%, úr 14,48% í 14,52%. Gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi hlutfall þannig að ekki verði um heildarhækkun tekjuskatts og útsvars að ræða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ofangreindar upplýsingar lágu ekki fyrir þegar bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti 14,48 prósent álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2014.
Bæjarstjórn samþykkir því hækkun álagningarhlutfalls útsvars árið 2014 í 14,52%, með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.