Bókun Bæjarráðs Fjarðabyggðar vegna Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands

Málsnúmer 201311130

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 28.11.2013

Lögð fram bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar, frá 18. nóvember 2013, um framtíð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs telur mikilvægt að vinna af krafti að markaðssetningu Egilsstaðaflugvallar og telur vel koma til greina að nýta fjármuni Atvinnuþróunarsjóðs í það verkefni eftir því sem reglur sjóðsins koma til með að heimila. Ákvörðun um slíkt verði tekin á vettvangi sjóðsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Lögð fram bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar, frá 18. nóvember 2013, um framtíð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði Fljótsdalshéraðs og telur mikilvægt að vinna af krafti að markaðssetningu Egilsstaðaflugvallar og telur vel koma til greina að nýta fjármuni Atvinnuþróunarsjóðs í það verkefni eftir því sem reglur sjóðsins koma til með að heimila. Ákvörðun um slíkt verði tekin á vettvangi sjóðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.